top of page

Um 500kallinn ehf.

Réttindi – ábyrgð okkar allra

500kallinn býr yfir sérhæfðri reynslu og djúpri þekkingu á sviði stjórnsýslu, málefnum fatlaðs fólks og innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Hann hefur mikla færni í að aðstoða stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki við að þróa og útfæra ákvarðanir og stefnumótun sem tryggja fullnægjandi réttindagæslu fatlaðs fólks.

Þjónustan nær einnig yfir sérhæfða verkefnastjórnun, nákvæma verkferlagreiningu og hnitmiðaðar verklagslýsingar sem efla skilvirkni, bæta vinnubrögð og stuðla að auknum árangri í rekstri viðskiptavina. Þá býður 500kallinn upp á faglega ráðgjöf í persónuverndarmálum, þar á meðal mat á áhrifum persónuverndar (MÁP), gerð vinnsluskráa og verklagsreglna sem tryggja samræmi við persónuverndarlög og reglugerðir.

Fólkið hjá 500Kallinum

Starfsfólk 500kallsins ehf. hefur víðtæka og mikla reynslu ásamt sérhæfðri menntun sem nýtist vel í öllum verkefnum fyrirtækisins. Menntun og reynsla starfsfólks nær meðal annars yfir MPA-gráðu í stjórnsýslu, fötlunarfræði og sérhæft nám varðandi Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

Jón Þorsteinn 2020.jpg

Jón Þorsteinn Sigurðsson

Ráðgjafi og sérfræðingur

bottom of page